Skilgreining

Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu Apótekarans til neytenda.

Seljandi er Apótekarinn kt 650299-2649, Síðumúla 20, 108 Reykjavík, í gegnum símaforrit („Appið“)

Kaupandinn/notandinn („viðskiptavinurinn“) samþykkir skilmála þessa með innskráningu og notkun á Appinu. Þegar viðskiptavinurinn hleður niður Appinu niður í snjalltæki sitt og stofnar aðgang, lýsir viðskiptavinurinn því yfir að hann hafi lesið, skilið og samþykkt skilmála þessa í heild sinni og að hann muni fylgja þeim í hvívetna. Óheimilt er að nota Appið án þess að samþykkja skilmálana.

Öll notkun Appsins takmarkast við þær aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist og þær upplýsingar og þá þjónustu sem boðið er upp á á hverjum tíma.

Um þjónstu Apótekarans gilda að öðru leyti persónuverndarstefna, öryggisstefna og skilmálar Apótekarans sem teljast vera hluti samnings þessa, og eru aðgengileg á vefsíðu Apótekarans, www.apotekarinn.is

Þjónustan

Í Appinu er viðskiptavin gert kleift að eiga viðskipti með vöru og þjónustu Apótekarans í gegnum Appið og nýta aðra virkni sem þar er í boði hverju sinni (saman nefnt „þjónustan“). Í Appinu er m.a. hægt að versla ávísunarskyld lyf og skilgreindar tengdar vörur, auk þess sem boðið verður uppá heimsendingu á pöntunum. Öryggisúttekt hefur verið gerð á Appinu af óháðum úttektaraðila sem er sérfræðingur í upplýsingaöryggi og er úttektin staðfest af Embætti Landlæknis.

Þjónustan og öll notkun Appsins er aðeins ætluð fyrir viðskiptavininn sjálfan.

Apótekarinn ákveður einhliða þá þjónustu sem er í boði hverju sinni og áskilur sér allan rétt til að gera breytingar eða viðbætur við þjónustuna, þ.á.m. kröfur til öryggismála.

Aðgangur og öryggi

Viðskiptavinur skilur og samþykkir að hann sé ábyrgur fyrir því að tryggja leynd aðgangsupplýsinga sinna, sem gera honum kleyft að fá aðgang að þjónustu Apótekarans í gegnum Appið.

Við nýskráningu með rafrænum skilríkjum skal viðskiptavinur samþykkja rafrænu skilríkin sem vottunarleið og um leið velja sér fjögurra stafa PIN til að komast inn í Appið. Viðskiptavinur getur jafnframt valið að fara inn í Appið með fingrafara- eða augnskanna í stað PIN númers. Viðskiptavini ber skylda til að halda PIN númerinu leyndu og er óheimt að veita öðrum aðgang að Appinu. Til að gæta fyllsta öryggis gildir innskráning með rafrænum skilríkjum aðeins í vissan tíma, sem ákveðinn er í samráði við Embætti Landlæknis.

Til að vernda þau gögn sem eru aðgengileg um viðskiptavin í Appinu og koma í veg fyrir að annar en viðskiptavinur notir Appið er því læst með PIN númeri sem við skiptavinur velur og aðeins viðskiptavinur mátt hafa vitneskju um. Aflæsing Appsins með PIN númerinu jafngildir auðkenningu frá honum.

Ef viðskiptavinur verður á einhvern hátt var við að óviðkomandi aðili hafi komist yfir aðgangsupplýsingar hans samþykkir hann að láta strax Apótekarann vita, auk þess sem hann samþykkir að hann ber ábyrgð á því að breyta PIN númerinu eða loka fyrir aðgang sinn að Appinu. Möguleg er að breyta PIN númerinu í Appinu.

Aðeins er heimilt að setja Appið upp á símtæki sem er í eigu eða í umsjá viðskiptavinur. Ef viðskiptavinur lánar, selur eða heimilar öðrum umráð yfir símtæki sem sótt hefur Appið skuldbindur hann sig til þess að útskrá sig úr eða eyða Appinu áður.

Aðgangur viðskiptavinar að Appinu gæti rofnað af ýmsum ástæðum, t.d. vélbúnaðarbilunum, tæknilegum bilunum, hugbúnaðarvillum eða kerfisuppfærslum.

Ábyrgð og skyldur

Mikilvægt er að viðskiptavinur tryggi örugga notkun Appsins, m.a. með því að gæta þess að öll notkun samrýmist þessum skilmálum.

Viðskiptavinur ber fulla og ótakmarkaða ábyrgð á öllum aðgerðum sem eru framkvæmdar eftir að Appið hefur verið virkjað, hvort sem það er með innskráningu með rafrænum skilríkjum, PIN, fingrafara- eða augnskanna.